Færsluflokkur: Bloggar

Ógeðfelt

Ég er ekki hissa þótt Huld frænka sé óhress með þessa framkomu það ætti að taka leyfið af þeim sem haga sér á þennan hátt.
mbl.is Skaut heimiliskött á Húsavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjósendur búnir að velja

Þá eru kjósendur búnir að velja þá flokka sem þeim hugnast best. Það er ljóst að núverandi stjórnarflokkar hafa fengið meirihluta til áframhaldandi stjórnarsetu og er ég þokkalega ánægður með það. Framsókn og Sjálfstæðisflokkarnir fengu þó meira en ég vonaði. Það er mín skoðun að þeir megi vera hvíldir dálítinn tíma að minsta kosti. Borgarahreyfingin kom vel út og er það bara gott mál þar munu væntanlega vera á ferð talsmenn almennings. Ég hefði gjarnan viljað sjá stjórnarflokkana taka þá með sér í stjórnina, því það er greinilega krafa fólksinns. Þá hefðu þeir mikinn meirihluta. Það verður eflaust erfitt verkefni frammundan og vonandi tekst þeim vel til. Ég verð að segja að ég er ekki fylgjandi evrópusambandsaðild, en hef ekki miklar áhyggjur af því vegna þess að þjóðin mun að lokum ráða því hvort við förum inn. Ég vona að þessar þrengingar sem ganga yfir þjóðina á þessum tíma verði til þess að það verði tekið upp annað gildismat. Kveðja.

Aumkunarverður maðurinn

Ekki hækkaði Davíð Oddsson í áliti hjá mér þegar hann var að líkja sér við Jesús Krist.  Þar fór hann með það álit sem ég hafði þó á honum.  Hann virðist vera sár yfir því að þurfa að hlíta því að fara úr seðlabankanum og kanski er honum einhver vorkun.  Hann hefur síðustu tvo áratugi eða svo verið svo til einráður um stjórn landsmála og enginn allavega sjálfstæðismaður þorað að andmæla honum. En hann verður samt sem áður að sætta sig við að vera látinn taka pokann sinn.  Ég held að margir eigi erfiðari tíma frammundan en hann og ekki vorkenni ég honum að hætta manni sem er með þau eftirlaun sem hann hefur.

Það hlaut að gerast.

Jæja þá er Steingrímur búinn að staðfesta hvalveiðarnar og er það vel.  Vonandi standa þau sig vel í þessu erfiða ástandi að framkvæma það sem til þarf til að koma málum í framkvæmd eins og afnám sérkjara eftirlaunagreiðslur æðstu toppana, og ótal fleiri brýn verkefni.  Og svo þegar búið er að hreinsa til í stjórnkerfinu þá þarf að hreinsa út á Bessastöðum og mörgum fleiri stöðum.  Hálfnað verk þá hafið er segir máltækið.  Góðar stundir.  

Gefum þeim svolítinn tíma

Nú hamast sjálfstæðismenn eins og óðir væru að úthúða núverandi ríkistjórn og nota hvalamálið sem það sé aðalatriðið við björgun þjóðarskútunnar. Ég tek það framm að ég er hlyntur hvalveiðum.  Því ég tel að við þurfum að veiða úr allri lífskeðjunni í sjónum og hef lengi verið þeirrar skoðunar.  Hvort við hefjum hvalveiðar einhverjum mánuðum fyrr eða seinna skiptir minna máli.  Það hefði til dæmis átt að vera löngu byrjað að hefja loðnuveiðar þar skapast margfalt meira verðmæti og fleiri störf.  Fyrrverandi ríkistjórnir fengu mörg ár til að klúðra gjörsamlega þjóðarskútunni og ættu þeir að hafa aðeins hægt um sig og leyfa núverandi stjórn að sína hvað þeir geta, það þarf meira en viku að lagfæra eftir klúðrið.  Ég er ekki of bjartsýnn að það takist á stuttum tíma.  En við verðum að vera bjartsýn. Kveðja að sinni.

Vonandi betri en fyrri stjórnir.

Það er best að blogga smá. Það hefur gengið mikið á í þjóðfélaginu á síðustu mánuðum og er nú komin ný stjórn og er það vel. Vonandi tekst þeim vel til í þjóðmálunum á þessum dögum sem þau hafa til ráðstöfunar. Ekki er vanþörf á eftir margra ára óstjórn og spillingu. Gildismat þjóðarinnar þarf að breytast. Huga þarf að þeim sem minnst mega sín. Fráfarandi stjórn afneytaði því að til væri fátækt á Íslandi. En ég fullyrði að það eru hópar fólks sem eru í erfiðleikum. Á undanförnum árum hef ég oft verið að hugsa um börnin. Stjórnmálamenn tala um að allir hafi sama rétt, en það er ekki svo því sum börn fæðast fátæk önnur með silfurskeið í munni eins og sagt er. Þessu þarf að breyta. Brýnast finnst mér að hugsa um börnin gamlafólkið og sjúka. Það á að vera númmer eitt tvö og þrjú. Fyrirheit Jóhönnu lofa góðu og vonandi ná þau að gera góða hluti.

Fallegt veður í dag.

Kannski ég ætti að blogga smá.  Það er við hæfi að byrja á veðrinu algengasta umræðuefni Íslendinga.  En það er búið að vera einstaklega gott og fallegt í dag og tók ég nokkrar myndir og setti á heimasíðuna mína. http://www.123.is/stafnes   Kveð að sinni.

Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

Um bloggið

Stafneshverfi

Höfundur

Arnbjörn Eiríksson
Arnbjörn Eiríksson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband